top of page

ÞJÓNUSTA

SANNIR LANDVÆTTIR bjóða viðskiptavinum sínum uppá víðtæka þjónustu á sviði uppbyggingar á ferðamannastöðum. Allt frá einfaldri ráðgjöf til allsherjar uppbyggingar, fjármögnunar og rekstrar stórra svæða.
SKIPULAG OG INNVIÐIR
 

Sama hver staðan er á tilteknu svæði. Hvort sem aðalskipulag eða deiliskipulag heimili fyrirhugaðar framkvæmdir eða ekki. Hvort sem hönnun og stefna í ásýnd og innviðum svæða liggur fyrir þá bjóða SANNIR LANDVÆTTIR uppá fullnaðar þjónustu á þessu sviði.

FJÁRMÖGNUN
 

Skipulag, undirbúningur, hönnun, áætlanagerð, uppbygging og framkvæmd eru kostnaðarsamar aðgerðir. SANNIR LANDVÆTTIR bjóða upp á þolinmóða fjármögnun til verkefna sem uppfylla kröfur félagsins. Fjármögnun sem hefur veltutengda afborgun.

ÖRYGGI & UPPLIFUN

 

Eitt af forgangsatriðum SANNRA LANDVÆTTA er að ferðamaðurinn upplifi áfangastaðinn á jákvæðan og öruggan hátt. Öryggi gesta verður í fyrirrúmi með góðum merkingum sem vara við hættum sem kunna að leynast á svæðinu og þar sem við á með afmörkun stíga og útsýnisstaða. Notkun gjaldtökuhliða inn á bílastæði getur auðveldað álagsstýringu á svæðum.

REKSTUR

SANNIR LANDVÆTTIR bjóða uppá að annast allan rekstur sem svæðið kallar á. Þar má nefna rekstur bílastæða með hreinlætisaðstöðu og sorphirðu auk vetrarþjónustu þar sem þess er þörf. Rekstur getur kallað á ráðningu starfsfólks, m.a. til landvörslu, umsjón með greiðsluvélum, samningum við birgja og verktaka, fjárumsýslu o.fl.

bottom of page