VERKEFNI

Sannir Landvættir hafa leitt saman hóp stofnaðila um metnaðarfulla uppbyggingu á Hlíðarfjalls svæðinu sem byggir á hönnun Yrki arkitekta frá árinu 2015. Hópurinn hefur það að markmiði að svæðið bjóði upp á víðtæka möguleika til útivistar og afþreyingar allt árið um kring.

Tillaga verkefnisins sem enn er í mótun hefur hlotið nafnið HLÍÐARFJALL – ALLA LEIÐ og hefur verið lögð fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Akureyrarbæ til umfjöllunar og hlotið þar góðar undirtektir.

Tillaga hópsins byggir á að taka allt Hlíðarfjalls svæðið í sína umsjá næstu 35-40 árin, markaðssetja það og reka með hagsmuni sem flestra að leiðarljósi og fara í stórframkvæmdir á svæðinu.  Rík áhersla er lögð á að svæðið þjóni sem breiðustum hópi samfélagsins og tryggt verði gott aðgengi fyrir alla að Hlíðarfjalli sem heilsárs útivistarparadís.

Hlíðarhryggur ehf.
Reykjavíkurborg

Sannir Landvættir hafa samið við Reykjavíkurborg um rekstur almennings-salerna við Vesturgötu, Laugarveg 96 (Stjörnbíó reiturinn) og í skiptistöð Strætó í Mjóddinni.

Gjald er tekið fyrir hverja salernisferð á þessum stöðum og er það 200kr. Mikið er lagt uppúr að aðstaðan verði öll hin snyrtilegasta.  Einnig verða skoðaðar leiðir til að bæta við vissum aukaþjónustum á sumum þessara staða sem aðstoða ferðamenn og aðra sem þar eru á ferð.